sunnudagur

Ó nei, ekki vor....

Öllu jöfnu tek ég vorinu fagnandi. Sveifla hak og rækta nýjan skóg, hey! En er ég sú eina sem kvíði löngu kostningavori? Maður getur ekki keyrt í kringluna án þess að sjá sminkað smettið á einhverjum stífum pólitíkusi klínt á næsta flettiskilti. Og ekki hlustað á fréttir fyrir flokksbundnu nöldri. Væri til of mikils ætlast að menn geymdu baráttuna þangað til kvöldinu fyrir kostningar. Já, kannski.

þriðjudagur

Miðannarsyndrómið

Hélduði kannski að það væru bara nemendur sem fengju kvíðakast um þetta leiti? Önnin hálfnuð og mér finnst ég ekkert hafa gert og allt það. Jú auðvitað eru örlítill munur. Ég efast til dæmis alls ekki um hæfni mína sem nemanda lengur. Ég er handviss um að ég myndi brillera í menntaskóla núna. (Ætti ég ekki bara að tala við Ingva rektor um endurtekt á öllu havaríinu?) En í staðinn efast ég nú um fagkunnáttu mína. Ég kann bara yes, no og shit. Ekki jack sjitt. En þetta reddast oftast einhvern veginn. Ef maður segir bara hlutina af nógu miklu öryggi þá er ótrúlegt hverju fólk trúir. Sjör, trust me, I'm the títsjer. Svo er mér sagt af reynsluboltunum niðrí skóla að þetta sé normalt, komi svona með árunum....úffí púffí...

fimmtudagur

Litla-elding


Nói var indjáni á öskudaginn. Hann byrjaði með indjánanafnið Litla elding, af augljósum ástæðum. Seinna um daginn rak hann ennið í borðhorn og fékk stóra kúlu. Þá varð hann Sér-með-þriðja-auga. Dagurinn endaði illa því Nói fékk gubbupesti undir miðnætti og þá fékk hann sitt þriðja indjánanafn: Stóra-gusa. Honum líður strax betur núna takk. Eins og sjá má á myndinni er hann ekki árennilegur og líklegur til að flá höfuðleður af svo sem eins og tveimur bleiknefjum. Eitthvað var hann þó pirraður á stríðsmálningunni og smurði hana út í kinnalit.

laugardagur

Friðsæl jól


Kæru vinir. Megi jólin ykkar vera friðsæl og nýja árið blessunarríkt.

fimmtudagur

Missti duddu í Tjörnina!

Sjáið myndirnar!

mánudagur

Sóttkví


Ef þið hafið ekki fengið hand- fót- og munnveikina (eða gin og klaufaveiki eins og hún er kölluð hér á bæ) þá megið þið halda ykkur frá Trönuhjallanum næstu daga. Nói er þakin blöðrum eins og hann sé með bóluna og fátt hægt að gera en að bíða þetta af sér. Hann ber sig þó vel og neitar að segja hver smitaði sig. Segir bannað að klaga.

Hver man ekki eftir þessum hérna?


Ekki áttum við systurnar margar plötur en þessi var sko í uppáhaldi. Ég man eftir mér sitjandi við plötuspilarann heima á Leifsgötunni að hlusta á Minipops. Ég starði tímunum saman á plötuumslagið og fannst blessuð börnin alveg stórfurðuleg en var í senn full aðdáunar.
Fékk eitt lagið sem þau tóku alveg pikkfast á heilann í dag. Man reyndar bara eftir viðlaginu: I think I´m going Japanese, I think I'm going Japanese. I really think so. Djúpt! Ég var að keyra ofan af flugvelli í morgun því mamma var að fara alla leið til Japan, nema hvað, og þá laust þessu í huga minn.